sunnudagur, 15. mars 2009

Fúl frammistaða

Hugsa óvenjulega mikið þessa dagana og er alveg til í að fara að blogga aftur með hækkandi sól.

Átti frábæra helgi með hressu fólki og góðu gríni - og súrum endi þegar ég sá niðurstöður prófkjöra Sjálfstæðisflokksins. Nokkrir góðir punktar inn á milli en í heildina ótrúlega léleg frammistaða hjá flokksmönnum. Magnað að sjá nánast engar breytingar í mannavali. Hvort eru Sjálfstæðismenn íhaldssamari en er hollt fyrir þá, hræddir við breytingar eða kannski bara hræddir við skoðanir sínar? Þ.e. að hafa sínar eigin. Eða... sátu þeir sem vildu breytingarnar kannski bara heima hjá sér, kusu ekki og héldu að það myndi breyta einhverju?

1 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Frábærir punktar hjá þér og ég er svo algjörlega sammála. Hvar var fólkið sem vildi breytingar?

Kannski í Svíþjóð? Eða í Kópavogi? Goddammmm.

Knús,
GB