laugardagur, 4. desember 2010

Þessar helgar eru bara alveg frábærar. Þið munið kannski að ég talaði um að um helgar væri ég ekki í fæðingarorlofi heldur bara venjuleg mamma. Þessa helgina er ég venjuleg mamma sem skellti sér barnlaus í ræktina í eftirmiðdaginn og sendi svo kallinn í sjósund.

Eldaði annars krónhjört í gær ofan í pabba minn. Ég hef núna tvisvar eldað beinlausa krónhjartarsteik og eftir þessi tvö skipti get ég frætt ykkur um að steikina á að elda þar til kjarnhiti hefur náð 62°. Þá á að taka steikina út og láta hana bíða undir álpappír í um 7 mínútur. Ekkert hlusta á neinar uppskriftir sem segja eitthvað annað. Sérstaklega ekki þær sem tala um 75°kjarnhita. Þær eru nú bara í ruglinu. Prófaði það ekki einu sinni. Athugið líka að þessar tölur eru alls ekki sveigjanlegar. 64°er of mikið og 60°er of lítið. Mæli líka með að steikin sé geymd í ísskáp í amk 5 daga fyrir eldun.

Nú gætu þeir sem eru vanir kokkar sagt að "þetta vita nú allir". En þetta vita bara ekki allir - og sérstaklega ekki kokkarnir sem setja uppskriftir að krónhjartarsteik á netið :-)

Engin ummæli: