miðvikudagur, 14. janúar 2009

Fjársjóðurinn minn

Ég á að vera að læra. Sit hérna við skrifborðið mitt og hlusta á feðginin fíflast. Fyrst yfir baðrútínunni og nú heyrist mér þau vera í símaleik, eða myndavélaleik. Litla daman kann aðeins örfá orð en þau spjalla og spjalla eins og enginn væri morgundagurinn og inn á milli heyrast í henni hlátrasköllin sem bara krakkar geta gefið frá sér. Pabbi er greinilega mjög fyndinn og hress. Dásamlegt.

Varð bara að deila þessu með ykkur - og nú aftur að bókunum.

Engin ummæli: