miðvikudagur, 18. nóvember 2009

Hún kemur sífellt á óvart sú litla

Fyrir kvöldmat vorum við Eyrún Birna að pússla og Mozart var á fóninum. Eyrún Birna leggur við hlustir og ég man nú ekki hvað það var sem byrjaði akkúrat þá en einhver melódía var það sem gæti verið vel til þess fallin að dansa við hana ballet. Þá segir hún: "Manstu mamma - Katrín var að dansa í fína kjólnum í sjónvarpinu." Það var í maí sem hún sá það!!

Síðar, á meðan ég undirbjó matinn, sat hún við eldhúsboðið og skoðaði leikfangabækling sem kom með póstinum í dag. Hún sá Fifi (Gullu) dúkkur og lifnaði heldur betur yfir henni þá. "Manstu mamma í sjónvarpinu í flugvélinni". Það var líka í maí!!!

Hún er með límheila. Ég bara vissi ekki að svona kríli væru með svona fínt minni.

1 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Ja hérna hér! Kemur ekk á óvart... svoldið klárir foreldrar sem hún á :-)