miðvikudagur, 4. nóvember 2009

Að sofa í sínu rúmi

Já ég veit ég hef talað um þetta áður. Ég hef hins vegar eiginlega aldrei ákveðið að gera neitt í þessu. Eyrún Birna hefur verið tekin upp í til okkar nánast á hverri nóttu síðan við komum heim úr sumarfríinu og ekkert hefur verið gert til að breyta því. Við vorum svo ákveðin í að sofa að það var bara auðveldara að fá hana á milli okkar hálfa nóttina en ekki. Hvorugu okkar finnst það samt sérstaklega þægilegt. Nú er hún orðin bæði fyrirferðamikil og "hávaðasöm" vegna draumanna sinna og svefn okkar hjónanna er eftir margar nætur dálítið skertur. Þó minna skertur en hann væri ef ég væri stanslaust að fara með hana á milli rúma.

Alla vega - kunniði einhver góð ráð?

Engin ummæli: