sunnudagur, 28. nóvember 2010

Dræm kjörsókn

Það er allt vitlaust á netinu vegna þessarar lélegu kjörsóknar. Ég skil það ekki. Þetta var bara svo fyrirsjáanlegt. Þetta er bara alveg í takt við umræðuna sem verið hefur í íslensku þjóðfélagi síðustu misseri. Allir hrópa á breytingar en fáir geta sagt nákvæmlega hverju á að breyta og hvernig eða hvernig það á að virka í framkvæmd. Fæstir setja sig það vel inn í málin að þeir geti rökrætt þau af einhverri skynsemi. Af hverju í ósköpunum hélt einhver að það yrði eitthvað öðruvísi í þessum kosningum? Endalaust margir frambjóðendur kosnir persónukjöri til að fjalla um málefni sem fæstir hafa nokkurn tímann kynnt sér eða pælt í. Að auki veit enginn almennilega hverju vinna þeirra sem kjörnir verða mun skila í raun eða hvaða áhrif niðurstöður þeirra muni hafa. Ég bara sá þetta því miður aldrei fara neitt öðruvísi en einmitt svona.

Vá hvað ég vona samt að Pawel hafi fengið öll atkvæðin sem hann þurfti til að ná kjöri.

Engin ummæli: