laugardagur, 20. nóvember 2010

Fæðingarorlof á laugardegi

Um helgar er ég ekki í fæðingarorlofi. Ef ég væri í vinnu væru helgar líka helgar. Þar sem fæðingarorlofið er mín vinna eru helgar líka helgar núna. Ég veit ekki hvort einhver skilur þetta. Er ekki frí bara frí? En þannig er það ekki. Í dag tek á ofan fæðingarorlofshattinn og set upp helgarmömmuhattinn. Framundan er kirkjuskóli, brúðuleikhús, hverfisskemmtun, piparkökubakstur og svínasteik.

Og þó ég hafi fengið mér pizzu og jólaglögg í gærkvöldi ætla ég samt að halda upp á þennan nammidag. Ég er hvort sem er löngu búin að breyta nammidögum í nammisólarhringa.

Engin ummæli: